Leita í fréttum mbl.is

Föstudagurinn langi

Í dag er föstudagurinn langi. Fyrir nokkrum árum var ég spurður upp á hvaða dag föstudaginn langa bæri það árið. Ég byrjaði að telja á fingrunum niður dagana og svaraði svo hróðugur föstudag, en fattaði svo gabbið um leið og ég sagði þetta. He he svona er auðvelt að plata mann. En sem sagt á föstudaginn langa minnumst við kristnir menn að Jesús dó á krossinum til frelsa okkur. Þessi dagur er einn sá merkilegasti í okkar trú. Við ættum því að nota hann til að íhuga og aðeins slaka á og muna hvað það er sem skiptir máli.  það er ekki x factor, það er ekki fyndnasti maður íslands, það er ekki einu sinni að united vinni. (það er samt ekkert verra að þeir vinni). Margir trúa á á guð, sumir efast. Ég vil segja við efasemdamenninnia að þó þið trúið ekki á raunverulega tilvist guðs þá ættu menn samt að tileinka sér það sem trúin boðar. Kristin trú boðar kærleik og umburðalyndi. Þess vegna ættu menn ekki að afneita trúnni. Sumum hefur það verið kappsmál að tala niður kristna trú og er það miður. Það er miður að sumir hafi ekki umburðalyndi fyrir því sem kristin trú boðar. Efasemdamenn ættu að virða kristna trú og boðskap hennar. Í hönd fer mesta hátið kristinna manna, notum þessa daga til að hugsa um boðskap trúarinnar og lifa samkvæmt honum.

Fótbolti

Hélt alltaf að ég hefði áhuga á fótbolta og héldi með Man Utd. En er farinn að efast. Um daginn hringdi stöð tvö í mig og bauð mér M12 áskrift og tókst honum að fá mig til að taka því. Í kaupbæti fékk ég Sýn frítt í fimm daga sem var mjög gott því þá get ég horft á mína menn í meistaradeildinni heima í stofu og þarf ekki að fara í reykingasvælu öldurhúsanna. Hálftími í leik og ég að elda gúrme í tilefni hátíðanna. Stelpan að hora á grísinn Badda á vídeo, og allt í blóma, búinn að vara konuna við að ég eigi imbann þetta kvöldið og hún samþykkti það. En hvað gerist. Rankaði við mér næst tvö um nóttina og mundi að ég hafði gleymt að horfa á leikinn og mundi ekkert eftir honum fyrr en var komið langt fram á nótt. Fór á netið til að athuga úrslitinn en sá þá að fréttnæmara þótti slagsmál stuðningsmanna og einn lífshættulega slasaður. Þetta finnst mér ljótur blettur. Knattspyrna er bara skemmtun og menn eiga ekkert að æsa sig meira heldur en þegar þeir fara í bíó. Þetta er til skammar að láta svona. Og til skammar að ég hafi gleymt leiknum og horft á grísinn badda..... tvisvar í röð.

Styrkur

Ég ásamt vini mínum Sverri Þorleifssyni sem skipum dúettinn Heims Skyr fengum úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Svarfdæla í gærkveldi til að klára plötu sem við erum að gera. Þetta kemur sér mjög vel og hjálpar okkur mikið. Platan er í vinnslu og stefnt að hún komi út í júní. 21 verkefni fékk styrk úr sjóðnum sem veittur var í Dalvíkurkirkju. Glæsileg athöfn og svo í lokin skrifuðu Sparisjóðsstjóri og Bæjarstjóri undir samning þar sem Sparisjóðurinn gefur Dalvíkingum menningarhús. Karlakór Dalvíkur tók nokkur lög og í lokin var boðið upp á léttar veitingar. Við þökkum menningarsjóðnum kærlega fyrir okkur.


Norðurferð

Fer norður á Dalvík í kvöld. Alltaf gaman að koma þangað á æskustöðvarnar. Ætla að vera fyrir norðan yfir helgina. Yfir tilefninu hvílir hins vegar leynd þangað til á morgun. Þá kemur þetta allt í ljós.


Afmæli

Hún Alda Lára dóttir mín á afmæli í dag. Hún er þriggja ára. Til hamingju með daginn elskan.

Nóg að gera

Nóg að gera hjá manni, orðinn tveggja barna faðir. Full vinna. Þannig að maður hefur ekki einu sinni horft á fréttir síðustu daga og er ekkert inni í helstu málum en það fer vonandi að lagast og maður kemur kannski með skúbb fljótlega

Sonur

Við hjónin eignuðumst son 7. mars. 15 merkur og 52 sentimetrar. Þá er maður orðinn tveggja barna faðir og nóg að gera. Er farinn að horfa á soninn.

Skúbb dagsins

Þá er helgin liðin og fór hún vel fram á mínu heimili. Engin ölvun eða slagsmál. Héldum upp á 3 ára afmæli dótturinnar um helgina þó hún eigi ekki afmæli fyrr en í næsta mánuði. En af því við vorum að fara að halda upp á barnaafmæli fórum við í Bónus fyrir helgina og þurftum meðal annars að kaupa gosdrykki. Þegar maður kemur inn í verslunina í Mosó blasir við manni tilboð. Kippa af 2 lítra Pepsi. Borgar fyrir fjórar færð sex. Ekkert hins vegar merkt hvað þetta kostar. Bara að þú eigir að fá tvær fríar ef þú kaupir fjórar. Við spurðum því hvað maður þyrfti að borga. Kippan kostaði yfir 600 krónur. Sem gerir rúmar 100 krónur per flösku miðað við tilboðið. Miðað við að borga fyrir fjórar þá má gera ráð fyrir að stök flaska kosti yfir 150 krónur. Við ákváðum að bíða með þetta og athuga hvað stök flaska kostaði, þá kostaði hún 98 krónur. Sem sagt 6 stykki á undir 600 ef þú kaupir þetta stakt og sleppir tilboðinu. Hvar er þá sparnaðurinn.

Den lille ven

Manchester United etur kappi við Lille í meistaradeildinni í kvöld. Ánægjulegt er að united mætir með sitt sterkasta lið til Frakklands og vonandi að Edwin van der Saar geti verið með en hann nefbrotnaði um daginn. Svo er náttúrlega stórleikur á morgun Barcelona gegn Liverpool. Stóra spurningin er hvort Bellamy muni nota golfkylfu við að koma boltanum í markið en hann ku vera lipur með kylfuna. Vona að Riise sé búinn að jafna sig eftir höggið enda er þetta einn sá al prúðasti leikmaður deildarinnar.

Ráðstefna um eitthvað

Það eru nú allir að tjá sig um þessa klámráðstefnu. Ég hef nú ekkert verið að taka þátt í umræðu um hana en var þó að velta þessu fyrir mér. Það er sagt að þessi ráðstefna sé vond landkynning fyrir Ísland. Það má vel vera að það sé ekkert plús að fá þetta fólk hingað en ég velti fyrir mér hvort það væri ekki líka slæm landkynning ef að ríkisstjórn íslands bannaði þessu fólki að koma. Hvaða traust myndi það vekja á íslenskum stjórnvöldum erlendis ef við fengjum á okkur þann stimpil að yfirvöld gætu bannað fólki að koma til landsins bara ef þeim líkaði ekki við fólkið, án þess að það hafi neitt brotið af sér eða hafi það í huga. Þetta er ekki góð kynning fyrir þá sem ætla að halda ráðstefnur á Íslandi að eiga það yfir höfði sér að þær verði stoppaðar bara ef yfirvöldum líkar ekki umræðuefnið. Okkur ber að virða stjórnarskrá landsins þó svo okkur líki ekki við eitthvað fólk og meðan það hefur ekki brotið af sér eða er ógn við almanna hagsmuni og öryggi er ekki hægt að stoppa það. Slíkt væri ákaflega slæm landkynning ef yfirvöld brjóta stjórnarskrána sem tryggir mönnum fundafrelsi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1478

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband