Leita í fréttum mbl.is

Skúbb dagsins

Þá er helgin liðin og fór hún vel fram á mínu heimili. Engin ölvun eða slagsmál. Héldum upp á 3 ára afmæli dótturinnar um helgina þó hún eigi ekki afmæli fyrr en í næsta mánuði. En af því við vorum að fara að halda upp á barnaafmæli fórum við í Bónus fyrir helgina og þurftum meðal annars að kaupa gosdrykki. Þegar maður kemur inn í verslunina í Mosó blasir við manni tilboð. Kippa af 2 lítra Pepsi. Borgar fyrir fjórar færð sex. Ekkert hins vegar merkt hvað þetta kostar. Bara að þú eigir að fá tvær fríar ef þú kaupir fjórar. Við spurðum því hvað maður þyrfti að borga. Kippan kostaði yfir 600 krónur. Sem gerir rúmar 100 krónur per flösku miðað við tilboðið. Miðað við að borga fyrir fjórar þá má gera ráð fyrir að stök flaska kosti yfir 150 krónur. Við ákváðum að bíða með þetta og athuga hvað stök flaska kostaði, þá kostaði hún 98 krónur. Sem sagt 6 stykki á undir 600 ef þú kaupir þetta stakt og sleppir tilboðinu. Hvar er þá sparnaðurinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

þetta er sláandi, en það er samt auðveldara að kaupa kippu, þá tekur maður hana upp og þarf ekki að nota poka undir hana - sparar 15 krónur á því og svo hlítur einhver kostnaður að reiknast á það að setja plast utanum kippuna og merkja að það séu 6 fyrir 4 

Sverrir Þorleifsson, 26.2.2007 kl. 11:25

2 identicon

Sendu nafnlaust bréf og bentu á þetta

Þórdís (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, þetta eru bara svona miklir grínarar þarn í Mosó.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 2.3.2007 kl. 23:12

4 identicon

Sæll Ragnar, þú færð ekkert komment frá mér um þessi skrif þín hér að ofan, heldur vildi ég vera fyrst til að óska þér og þinni konu til hamingju með litla prinsinn sem kom í heiminn áðan.  Til hamingju með að vera búin að uppfylla skilyrði Vinstri grænna um jafnan kynjakvóta.  Loksins komið jafnvægi á heimilinu

Óska ykkur alls hins besta.  Þórey Dögg og fjölsk. 

Knúsaðu Soffíu þína frá mér.

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1450

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband