Leita í fréttum mbl.is

Föstudagurinn langi

Í dag er föstudagurinn langi. Fyrir nokkrum árum var ég spurður upp á hvaða dag föstudaginn langa bæri það árið. Ég byrjaði að telja á fingrunum niður dagana og svaraði svo hróðugur föstudag, en fattaði svo gabbið um leið og ég sagði þetta. He he svona er auðvelt að plata mann. En sem sagt á föstudaginn langa minnumst við kristnir menn að Jesús dó á krossinum til frelsa okkur. Þessi dagur er einn sá merkilegasti í okkar trú. Við ættum því að nota hann til að íhuga og aðeins slaka á og muna hvað það er sem skiptir máli.  það er ekki x factor, það er ekki fyndnasti maður íslands, það er ekki einu sinni að united vinni. (það er samt ekkert verra að þeir vinni). Margir trúa á á guð, sumir efast. Ég vil segja við efasemdamenninnia að þó þið trúið ekki á raunverulega tilvist guðs þá ættu menn samt að tileinka sér það sem trúin boðar. Kristin trú boðar kærleik og umburðalyndi. Þess vegna ættu menn ekki að afneita trúnni. Sumum hefur það verið kappsmál að tala niður kristna trú og er það miður. Það er miður að sumir hafi ekki umburðalyndi fyrir því sem kristin trú boðar. Efasemdamenn ættu að virða kristna trú og boðskap hennar. Í hönd fer mesta hátið kristinna manna, notum þessa daga til að hugsa um boðskap trúarinnar og lifa samkvæmt honum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun aldrei geta borið virðingu fyrir kristinni trú sem slíkri frekar en annarri trú meðan trúarbrögðin grundvallast á fáfræði og veruleikaafneitun. Það þýðir þó ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir fólkinu sem trúir, ég er því bara ekki sammála. 

Gulli (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband