Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Snákar á flugi

snakes Horfði á stórmyndina Snakes on plane í gærkveldi með Samúeli L. Jacksyni. Myndin hefst á því að ungur maður verður vitni að morði á saksóknara á Havæ. Samúel er lögga og bjargar honum frá því að bófarnir drepann og flýgur svo með hann til L.A. til að verða aðalvitni í málinu. Í fyrstu gengur flugferðin vel en svo kemur í ljós að bófarnir hafa sett snáka um borð til að granda vélinni. Ekki bætti úr skák að þeir settu lyktarhormónið ferómon í alla havæ kransana sem fólk fékk um hálsana og það æsir snákana upp svo um munar. Upphefst þá æsispenna við að ráða niðurlögum snákanna og tekst það að lokum en þá eru flugmennirnir dauðir svo einhver rappari sem var góður í flight similator í playstation þurfti að lenda vélinni. Gekk það mjög vel og myndin endaði vel, fyrir utan að nokkrir dóu en sem betur fer var þetta leikið. Myndin er ekki góð, ekki spennandi, og ekki hægt að gefa margar stjórnur fyrir þetta. Veit ekki hvað Samuel var að hugsa að leika í þessari mynd því mér finnst hann frábær leikari. En sem sagt gef þessu eina stjörnu.

I, Robot

Horfði á kvikmyndina I, Robot í gærkveldi á Stöð 2. Vísindaskáldsaga sem fjallar um vélmenni sem ætla að yfirtaka jörðina. Will Smith leikur aðalhutverkið sem lögreglumaður sem kemst á snoðir um áform vélmennanna og reynir að stoppa þau. Fáir trúa honum í byrjun en svo kemur í ljós hver fyrirætlan þeirra er. Í fyrstu heldur Will að óprúttnir framleiðendur vélmennanna standi á bak við uppreisnina en svo kemur í ljós að það er móðurtölvan í fyrirtækinu sem hefur tekið stjórnina. Fyrsta lögmál vélmenna er að skaða aldrei manneskju og hefur það lögmál verið forritað inn í öll vélmennin. En móðurtölvan túlkar það þannig að réttlætanlegt sé að fórna nokkrum mannslífum til að vélmennin geti náð völdum og þannig verndað mannkynið fyrir sjálfum sér. Ágætis ræma sem fær okkur til að hugsa um hvað vélar geta gætu hugsanlega gert. Margir hræðast að þær gætu tekið völdin af okkur meðan aðrir segja að þær geri bara að sem við segjum þeim að gera. En er hugsanlegt að hægt sé í framtíðinni að framleiða vélmenni með svo mikla greind að hún fer fram úr manninum og fer að hugsa sjálfstætt og jafvel framleiða eigin vélar. Það er stóra spurningin, sem gott væri að fá svar við áður en við göngum of langt í framleiðslu vélmenna. 

Niðurstaða skoðanakönnunar

Niðurstaða um fylgi flokka varð eftirfarandi

 

Framsókn......................15%

Sjálfstæðis....................10%

Frjálslyndir....................10%

Samfylking....................20%

Vinstri græn..................30%

Enginn af þessum.........15% 

 

VG er því sigurvegari í þessari könnun og ætti það að gleðja ýmsa.  Að vísu voru aðeins eitthvað um 20 sem tóku þátt í. Í næstu könnun höldum við áfram í pólitik og er spurt um hvort þú sért hlynt(ur) eða andvíg(ur) stækkun Alcans í Straumsvík

United heldur sex stiga forustu

manchester-united-club-crest-4900614 Topliðin unnu í dag svo mínir menn í Manchester United halda sex stiga forskoti í deildinni. Manchester lagði Charlton 2-0 en Chelsea vann Middlesbrough 3-0. Manchester er með 66 stig, Chelsea með 60 og Liverpool er í þriðja sæti með 50 stig.

mbl.is Manchester United og Chelsea unnu sína leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KSÍ með einkarétt á knattspyrnu

ksi-merki Ætli ég bloggi ekki um formannskjör KSÍ eins og svo margir aðrir. Ég hélt nú reyndar ekki með neinum en held samt að Halla hefði getað hrist upp í þessu. En Geir Þorsteinsson sem sigraði í kjörinu var framkvæmdastjóri KSÍ. Man þegar hann mótmælti því þegar nokkrir umboðsmenn settu upp leik með ungum leikmönnum á Íslandi í kynningarskyni á leikmönnum. Geir hélt því fram að eingöngu KSÍ mætti skipuleggja knattpyrnuleiki. Man vel að hann mætti Jóni Steinari Gunnlaugssyni þáverandi hæstarréttallögmanni í sjónvarpssal og var Jón hreint ekki á sömu skoðun. En þvílík vitleysa að KSÍ geti átt einhvern einkarétt á því að skipuleggja knattspyrnuleiki en þetta sýnir bara hugsanaganginn hjá þessum mönnum sem stýra Knattspyrnusambandinu.
mbl.is Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

X Factor

xfactor_logo Verð nú að tjá mig um X factor sem ég horfði á í gærkveldi eins og sjálfsagt margir. Atriðin eru flott og meira lagt í þau en var í Idolinu, því þarna er hljómsveit, bakraddir og dansarar á sviðinu. Flytjendurnir eru stórgóðir, sem sagt stórgóð skemmtun á meðan flutningi stendur. Svo byrja dómararnir. Þá er gott að hafa teppi yfir sér til að geta dregið það yfir hausinn á sér meðan mesti aumingjahrollurinn fer úr manni. Auk þess er alltof mikið kjaftað, ekki nóg með að dómararnir láti móðann mása heldur er sýnt úr kommentum frá þeim úr síðustu viku líka. Maður verður bara þreyttur á að hlusta á þetta bull. Svo þegar þeir eru að gagnrýna, þá er það oftast bara að þeim fynnist lagið svo leiðinlegt, eða þá að eitthvað vanti sem þau geta ekki skilgreint. Svo er greinilegt að það er búið að segja við þau að þau eigi að rífast yfir dómunum og skotin á milli þeirra verða mjög kjánaleg. Já sem sagt gæti verið stórgóð skemmtun ef dómarakommentin yrðu skorin niður um að minnsta kosti helming. 

Frávísun í máli gegn olíuforstjórum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli ákæruvaldsins á hendur þáverandi Olíuforstjórum. Ég gluggaði aðeins í dóminn þó ég hafi ekki lesið hann allan. Það sem mér sýnist vera vandamálið er að samkeppnislög kveða ekki nógu skýrt á um það hvort hægt sé að sækja einstaklinga til saka. Þá er vísað til þess fyrir dómi að forstjórar beri ábyrgð samkvæmt hlutafélagslögum en skv. héraðsdómi væri aðeins hægt að dæma fyrir brot á samkeppnislögum því það er ákært fyrir þau. Þá er einnig tekið fram í úrskurðinum að sum brotin sem tiltekin eru í ákæru séu framkvæmd af undirmönnum og því ekki hægt að sakfella forstjórana fyrir þau. Mér sýnist því að það sem stendur upp úr sé að það sé ekki nógu ljóst samkvæmt samkeppnislögum hvernig eigi að taka á svona málum og því lætur dómstóllinn sakborninga njóta vafans.
mbl.is Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ójöfnuðurinn

Nú hafa sumir æmt og skræmt yfir því hve ójöfnuður er mikill á íslandi og hvað hann hafi vaxið mikið. Nú er hægt að hrópa og kalla hitt og þetta. En svo er líka hægt að skoða statistik og sjá hvað hún segir. Hagstofan gaf út um daginn hagtíðindi um tekjudreifingu og því áhugavert að glugga í hana. Skoðum fyrst hvað sagt er um svokallaðan Gini stuðul en um hann hefur verið nokkuð rætt undanfarið og hann notaður til að  bera saman ójöfnuð. Þar segir á bls. 12.

Í evrópskum samanburði höfðu þrjár þjóðir lægri Gini-stuðul en Íslendingar árið
2004 en 27 þjóðir hærri stuðul. Lægstur var Gini-stuðullinn hjá Slóvenum en
hæstur hjá Tyrkjum. Þegar horft er til nágrannaþjóða Íslendinga voru Svíar og
Danir með lægri Gini-stuðul en Íslendingar, en Finnar, Norðmenn, Írar og Bretar
með hærri stuðul.

Já, þrjár höfðu lægri stuðul en 27 hærri. Sé eingöngu miðað við Norðurlönd sem eru mjög framarlega í jöfnuði erum við í miðjunni. Er þetta svona svakalega slæmt. Önnur aðferð til að meta ójöfnuð er að skoða svokallaðan fimmtungarstuðul en það er hlutfall milli summu 20% tekjuhæstu og summu 20% tekjulægstu. Á mannamáli snýst þetta bara um að skoða hversu mörgu sinnum hæstu tekjur eru hærri en lægstu tekjur. Um þetta segir í hagtíðindunum. 

Upplýsingar um fimmtungastuðul eru tiltækar fyrir 31 Evrópuríki. Í tveimur þeirra,
Slóveníu og Svíþjóð, er stuðullinn lægri en á Íslandi en í hinum 28 ríkjunum er
hann hærri. Lægstur er stuðullinn í Slóveníu en hæstur í Tyrklandi. Þegar horft er
til nágrannalanda Íslands er fimmtungastuðullinn lægri í Svíþjóð en á Íslandi sem
fyrr segir en hærri í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Írlandi og Bretlandi.

 Já Slóvenía er með minnstan mun milli hæstu og lægstu tekna og við erum í 3 sæti yfir minnstan mun af 31 evrópuríki. Ef við skoðum Norðurlöndin erum við í öðru sæti á eftir svíum. Skoðum næst hvað er sagt um svokallað lágtekjuhlutfall en það er það hlutfall einstaklinga sem er með ráðstöfunartekjur undir lágtekjumörkum, og er því í raun mælikvarði á hversu margir eru fátækir.

Af 31 Evrópuþjóð árið 2004 var ein þjóð, Svíar, með lægra lágtekjuhlutfall en
Íslendingar, tvær með sama hlutfall, Slóvenar og Tékkar, en 27 þjóðir með hærra
lágtekjuhlutfall.

Aðeins ein þjóð þar sem lágtekjuhlutfallið er lægra en á Íslandi. Það er Svíþjóð.

Það sem kemur út úr þessu öllu eru þá þau ósköp að okkur hefur ekki tekist að ná sama jöfnuði og í Svíþjóð, þó við séum með meiri jöfnuð en flestar aðrar evrópuþjóðir. Skiptir þá litlu hvaða mælikvarði er notaður niðurstaðan er alltaf á svipaðan veg.

 


gmail

Þá hefur google loks opnað gmail fyrir allan almenning. Ég hef sjálfur notað google mail í hálft ár líkað vel. Það besta við þetta er að þú getur geymt allan póst hjá þeim á sörvernum og færð miklu meira geymslupláss en hjá íslenskum hýsingaraðilum. Ég skora á þá sem ekki hafa fengið sér gmail að fá sér.
mbl.is Gmail loks opnað almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðunarkönnun

Í tilefni þess að blaðið birti niðursöðu skoðunarkönnunar um að VG væri orðin stærri en samfylking ákvað ég að fara sjálfur að rannsaka málið. Hvernig. Jú hér á hægri hönd er skoðunakönnun sem þú getur tekið þátt í, við fáum svo niðurstöðu, þá réttu, og málið dautt. OK?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1450

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband