Leita í fréttum mbl.is

I, Robot

Horfði á kvikmyndina I, Robot í gærkveldi á Stöð 2. Vísindaskáldsaga sem fjallar um vélmenni sem ætla að yfirtaka jörðina. Will Smith leikur aðalhutverkið sem lögreglumaður sem kemst á snoðir um áform vélmennanna og reynir að stoppa þau. Fáir trúa honum í byrjun en svo kemur í ljós hver fyrirætlan þeirra er. Í fyrstu heldur Will að óprúttnir framleiðendur vélmennanna standi á bak við uppreisnina en svo kemur í ljós að það er móðurtölvan í fyrirtækinu sem hefur tekið stjórnina. Fyrsta lögmál vélmenna er að skaða aldrei manneskju og hefur það lögmál verið forritað inn í öll vélmennin. En móðurtölvan túlkar það þannig að réttlætanlegt sé að fórna nokkrum mannslífum til að vélmennin geti náð völdum og þannig verndað mannkynið fyrir sjálfum sér. Ágætis ræma sem fær okkur til að hugsa um hvað vélar geta gætu hugsanlega gert. Margir hræðast að þær gætu tekið völdin af okkur meðan aðrir segja að þær geri bara að sem við segjum þeim að gera. En er hugsanlegt að hægt sé í framtíðinni að framleiða vélmenni með svo mikla greind að hún fer fram úr manninum og fer að hugsa sjálfstætt og jafvel framleiða eigin vélar. Það er stóra spurningin, sem gott væri að fá svar við áður en við göngum of langt í framleiðslu vélmenna. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1480

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband