Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Breiðavík

Sá kastljós í gær, skelfilegar þessar frásagnir um Breiðuvík. Drengir sendir þangað með valdi og svo misþyrmt. Það þarf að skoða þessi mál vel og er mikilvægt að ríkisstjórnin eða þingið skipi nefnd til að rannsaka þessi mál. Þarna voru drengirnir í einangrun, þetta voru bara fangabúðir það er ekkert hægt að kalla það annað. Svona mál þarf að upplýsa til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig og ekki síður til að fórnarlömbin fái uppreisn æru. 

Íslensku tónlistarverðlaunin

tonlist Ég horfði á íslensku tónlistarverðlaunin í gærkveldi eins og sjálfsagt margir. Lay Low er sigurvegari kvöldsins og gaman að sjá svona unga stúlku vera gera góða hluti í tónlistarlífinu. Hefði t.d. þótt það klént ef t.d. Bubbi hefði verið sigurvegari. Auðviað gæti maður skrifað neikvætt um þessi verðlaun, og fundist þau hallærisleg og talað um að maður fái aumingjahroll þegar sigurvegararnir standa uppi í púlti vandræðalegir að reyna að halda þakkarræðu. En ég ætla frekar að vera jákvæður og segja að svona uppskeru hátið er nauðsynleg fyrir tónlistarmenn. Ég er sjálfur tónlistarmaður, en ekki nógu frægur til að komast á svona hátið. Það verður kannski einhverntíman. Mér fannst verðlaunaflokkarnir soldið margir og ruglingslegir, fannst t.d. að tvisvar væri verið að verðlauna bestu plötuna. Það er kannski eitthvað sem má laga að hafa flokkana eitthvað skýrari og færri. Ólafur Gaukur fékk svo heiðursverðlaunin og er hann vel að þeim kominn. Verð líka í lokin að minnast á þátt Friðriks Ómar, félaga míns frá Dalvík. Hann stóð sig frábærlega með Guðrúnu Gunnars og var þetta mjög skemmtilegt atriðið. Hefði verið gaman að sjá hann vera valin söngvara ársins. En hann er ungur og það verður kannski næst. Allt þetta varð svon til þess að ég missti af Manchester United vinna í gærkveldi. Vissi ekki að þeir væru að spila.

« Fyrri síða

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1480

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband