Leita í fréttum mbl.is

Snákar á flugi

snakes Horfði á stórmyndina Snakes on plane í gærkveldi með Samúeli L. Jacksyni. Myndin hefst á því að ungur maður verður vitni að morði á saksóknara á Havæ. Samúel er lögga og bjargar honum frá því að bófarnir drepann og flýgur svo með hann til L.A. til að verða aðalvitni í málinu. Í fyrstu gengur flugferðin vel en svo kemur í ljós að bófarnir hafa sett snáka um borð til að granda vélinni. Ekki bætti úr skák að þeir settu lyktarhormónið ferómon í alla havæ kransana sem fólk fékk um hálsana og það æsir snákana upp svo um munar. Upphefst þá æsispenna við að ráða niðurlögum snákanna og tekst það að lokum en þá eru flugmennirnir dauðir svo einhver rappari sem var góður í flight similator í playstation þurfti að lenda vélinni. Gekk það mjög vel og myndin endaði vel, fyrir utan að nokkrir dóu en sem betur fer var þetta leikið. Myndin er ekki góð, ekki spennandi, og ekki hægt að gefa margar stjórnur fyrir þetta. Veit ekki hvað Samuel var að hugsa að leika í þessari mynd því mér finnst hann frábær leikari. En sem sagt gef þessu eina stjörnu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já maður hefur heyrt að myndin sé ekki góð. Sá reyndar MTV verðlaunarafhendingu og þá var Samúel að grínast að snakes on a plane yrði valin besta myndin og hann besti leikarinn, þannig að hann veit sjálfur að myndin var ekki góð.

Þórdís (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1480

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband