Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Skúbb dagsins

Þá er helgin liðin og fór hún vel fram á mínu heimili. Engin ölvun eða slagsmál. Héldum upp á 3 ára afmæli dótturinnar um helgina þó hún eigi ekki afmæli fyrr en í næsta mánuði. En af því við vorum að fara að halda upp á barnaafmæli fórum við í Bónus fyrir helgina og þurftum meðal annars að kaupa gosdrykki. Þegar maður kemur inn í verslunina í Mosó blasir við manni tilboð. Kippa af 2 lítra Pepsi. Borgar fyrir fjórar færð sex. Ekkert hins vegar merkt hvað þetta kostar. Bara að þú eigir að fá tvær fríar ef þú kaupir fjórar. Við spurðum því hvað maður þyrfti að borga. Kippan kostaði yfir 600 krónur. Sem gerir rúmar 100 krónur per flösku miðað við tilboðið. Miðað við að borga fyrir fjórar þá má gera ráð fyrir að stök flaska kosti yfir 150 krónur. Við ákváðum að bíða með þetta og athuga hvað stök flaska kostaði, þá kostaði hún 98 krónur. Sem sagt 6 stykki á undir 600 ef þú kaupir þetta stakt og sleppir tilboðinu. Hvar er þá sparnaðurinn.

Den lille ven

Manchester United etur kappi við Lille í meistaradeildinni í kvöld. Ánægjulegt er að united mætir með sitt sterkasta lið til Frakklands og vonandi að Edwin van der Saar geti verið með en hann nefbrotnaði um daginn. Svo er náttúrlega stórleikur á morgun Barcelona gegn Liverpool. Stóra spurningin er hvort Bellamy muni nota golfkylfu við að koma boltanum í markið en hann ku vera lipur með kylfuna. Vona að Riise sé búinn að jafna sig eftir höggið enda er þetta einn sá al prúðasti leikmaður deildarinnar.

Ráðstefna um eitthvað

Það eru nú allir að tjá sig um þessa klámráðstefnu. Ég hef nú ekkert verið að taka þátt í umræðu um hana en var þó að velta þessu fyrir mér. Það er sagt að þessi ráðstefna sé vond landkynning fyrir Ísland. Það má vel vera að það sé ekkert plús að fá þetta fólk hingað en ég velti fyrir mér hvort það væri ekki líka slæm landkynning ef að ríkisstjórn íslands bannaði þessu fólki að koma. Hvaða traust myndi það vekja á íslenskum stjórnvöldum erlendis ef við fengjum á okkur þann stimpil að yfirvöld gætu bannað fólki að koma til landsins bara ef þeim líkaði ekki við fólkið, án þess að það hafi neitt brotið af sér eða hafi það í huga. Þetta er ekki góð kynning fyrir þá sem ætla að halda ráðstefnur á Íslandi að eiga það yfir höfði sér að þær verði stoppaðar bara ef yfirvöldum líkar ekki umræðuefnið. Okkur ber að virða stjórnarskrá landsins þó svo okkur líki ekki við eitthvað fólk og meðan það hefur ekki brotið af sér eða er ógn við almanna hagsmuni og öryggi er ekki hægt að stoppa það. Slíkt væri ákaflega slæm landkynning ef yfirvöld brjóta stjórnarskrána sem tryggir mönnum fundafrelsi.

Einar Bárða brjálaður

Í síðustu færslu fjallaði ég um x faxtor og velti því fyrir mér hvort Ellý hafi sent Sigga heim því hann var í liði Einars og Einar var með alla sína keppendur en Palli búinn að missa tvo. Hún hafi gert þetta til að jafna leikinn. Var að lesa viðtal við Einar Bárða á visir.is þar sem kemur fram að hann er alls ekki hress með þetta. Þar setur hann fram svipaða kenningu og ég gerði og segir

Þetta voru einfaldlega samantekin ráð hjá þeim. Þau voru búin að ákveða að ef einhver úr mínum hópi myndi lenda í þessari ljónagryfju yrði sá og hinn sami sendur heim, sama hver það væri,"

Hann vill því meina að þetta séu samantekin ráð. Er þetta þá farið að líkjast Survivor þar sem menn taka sig saman. Ljótt er ef satt er og söngurinn skipti ekki máli. Í sama viðtali segir Einar líka um Sigga

 Þetta er bara fáranlegt. Að svona hæfileikar sem kannski koma fram á tíu eða tuttugu ára fresti, skuli vera úr leik er náttúrulega bara hneyksli

Honum er greinilega mikið niðri fyrir. Maður hélt alltaf fyrst að þetta væri bara í handritinu að þau ættu að vera svona ósammála og svo væru allir vinir eftir á, því maður veit að svona raunveruleikaþættir eru meira pródúseraðir en margir vilja halda. En maður er farinn að efast um að  það séu einhverjir kærleikar á mili dómaranna og held ég að Einar sé virkilega fúll út í Ellý eftir þennan þátt.


Siggi sendur heim

Maður horfði á x factor í gærkveldi eins og sjálfsagt margir aðrir og má gera ráð fyrir að fleiri bætist alltaf í áhorfendahópinn eftir sem líður á keppnina. Dómarakommenntinn eru alltaf jafnskrýtin og snúast um að þeim finnist lögin leiðinleg eða ekki passa en koma ekki með rökstudda gagnrýni. Held að Palli sé einna bestur þegar hann rökstyður sína dóma. Mér fanst bestir í gær Jögvan, Guðbjörg og Siggi. Skrýtið að senda Sigga heim þegar þarna voru aðrir sem frekar hefðu átt að fara eins og t.d. Gylfi eða Jóhanna. En eftir kosninguna stóð valið á milli Sigga og Gís minnir mig og Ellý átti lokaorðið. Ef hún hefði sent Gís heim hefði Palli bara átt einn hóp eftir en Einar verið með alla sína keppendur, þannig að það læðist að manni sá grunur að það hafi ráðið valinu hjá Ellý hún hafi viljað jafna keppnina hvort sem það hafa nú verið fyrirmæli frá pródusentum eða ekki. Tek það fram að það þarf ekkert að vera, kannski fannst henni bara Gís  betri en Siggi, en maður svona pælir.

Best að vera aðeins í ðí

Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl. Hann var búinn að skvetta í sig vodka svo hann hefur ekki áttað sig á hættunni. það besta við þetta að hann veiddann með berum höndum. Endilega kíkið á þessa frétt. Skemmtilegt að skoða eitthvað annað en baugsmál eða feminista fréttir.
mbl.is Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl með berum höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiðrildakenningin

s1803680 Fiðrilda kenningin segir að ef fiðrildi í Ástralíu blakar vængjum þá geti það haft áhrif á fellibyl hinumegin á jörðinni. Sem sagt einn atburður hefur áhrif á allt í kringum sig. Ef þú breytir einu þá breytir þú öðru. Þetta annað breytir svo því þriðja og þannig koll af kolli. Horfði á stórgóða mynd í gær sem fjallar um þetta og heitir the Butterfly Effect með Asthon Kuthcer í aðalhlutverki. Myndin fjallar um dreng sem elst upp hjá móður sinni en faðir hans er vistaður á geðspítala. Erfiðir atburðir ske í æsku og fær hann minnistöp og man ekkert hvað gerðist á þessum erfiðu stundum. T.d. er hann misnotaður, hann verður fyrir því ásamt vinum sínum að verða konu og barni að bana á slysalegan hátt. Besti vinur hans drepur hundinn hans. Öll þessi atriði hverfa úr minni hans. Hann heldur því dagbók um það sem hann man , að læknisráði. Þegar hann er svo kominn á fullorðins ár kemst hann að því að með því að lesa þessar dagbækur getur hann ferðast aftur í tímann til þeirra atburða sem hann les um og breytt atburðarásinni. En ef hann breytir einu þá breytist allt annað líka í lífi hans þegar hann snýr til baka. Hann er svo alltaf að ferðast til baka og reyna að bæta hlutina en þegar hann hefur lagað eitt fer allt annað úrskeiðis og hlutirnir virðast bara versna við það að ætla að laga eitthvað. Virkar svona eins og back to the future að lesa þetta, en myndinn hélt athygli minni allan tímann. Hún vekur mann líka til umhugsunar hvernig eitt lítið atriðið getur breytt lífi manns og ekki bara manns eigins heldur allra í kringum sig. Asthon Kuthcer stóð sig vel í myndinni en ég hef ekkert sérstaklega haldið upp á hann. En sem sagt góð áminning hvernig litlir hlutir geta haft áhrif á framtíð okkar, vöndum því valið.

Eignarlönd hrifsuð

Verðbólga í Simbabe er 1600% og atvinnuleysi 80%, svo við ættum ekki að vera að kvarta hér. Talið er að helsta ástæðan sé að forsetinn hafi hrifsað til sín eignarlönd í landbúnaði. Þetta ætti að sýna okkur hversu mikils virði eignarétturinn er fyrir efnahagslífið og minna okkur á afleiðingar að afnema hann.
mbl.is Verðbólga í Simbabve tæp 1.600%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjalvegur

Nú eru uppi hugmyndir um að byggja nýjan kjalveg, malbikaðan. Þetta yrði frábær samgöngubót fyrir landsmenn og sérstaklega fyrir bygðir á suðurlandi og norðurlandi. En þá heyrist múkk í umhverfissinnum um að ekki megi skerða hár af höfði óbygðanna. Ætla ekki að segja meira um þetta en í staðinn vitna í grein eftir nýjasta blogvin minn Bjarna Harðar, grein sem mér finnst mjög góð um þetta mál. Grein Bjarna.

Geir opnar

Geir hefur opnað dyr Landspítalans fyrir skjólstæðingum byrgisins og er það vel til fundið. Þetta er hörmungar mál og ég veit að Geir vill reyna að gera sem best fyrir þetta fólk sem urðu fórnarlömb í Byrginu, eins og kom í ljós í Silfri Egils um helgina. Þar stóð hann sig í vel í viðtali og ekki tilviljun að hann er vinsælasti stjórnmálamáður landsins. Vel gert Geir.
mbl.is Geðsvið Landspítalans opnað fyrir fyrrum skjólstæðinga Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband