Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Ísland

Óska Íslendingum til hamingju með þessa útkomu. Það er gott að búa á Íslandi. Auðvitað eiga Íslendingar að koma að þróunaraðstoð og vissulega má gera betur í þeim málaflokki. Það þarf þó hver og einn að gera upp við sig hvað hann getur lagt af mörkum og betra er að það sé í gegnum einstaklingsframtakið frekar en að ríkið taki pening af fólki til að gefa öðrum. Einnig varðandi þessar loftlagsbreytingar, þá verður hver og einn að hugsa hvað hann getur gert frekar en að bíða eftir því að stjórnmálamenn segi þeim hvað á að gera. Vissulega má skattleggja mengun því þetta loftið eru sameiginleg gæði og þeir sem ganga á þau eiga að borga.
mbl.is Forréttindi að búa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir það af eigin reynslu að það eru forréttindi að búa á íslandi, því ég bjó 30 ár í evrópu og flutti heim í fyrra. Það eru kostir og gallar allstaðar en gallarnir hér eru enn í lágmarki. Ég held að margir hérlendis geri sér enga grein fyrir mjög mörgum kostum sem þetta land býr yfir. T.d. er rafmagn og hiti 5 sinnum ódýrara hér á landi en í þýskalandi. Samt sparaði ég hvortveggja eins og ég gat í þýskalandi, en hér er ég með öll ljós kveikt í skammdeginu og hitann á fullu. Ég nýt þess að þurfa ekki að pæla í því hvort ég megi nota vatnið í eldhúsinu þó að einhver sé í sturtu, því hér gengur hvortveggja í einu. Eins nýt ég þess að fara daglega í BAÐ, vel heitt vatn :)  og það setur mig ekki á hausinn!!! Svona gæti ég haldið áfram í allann dag, en það er annað sem þessi þjóð er ekki búin að fatta.    Við ERUM þróunnarþjóð í vissum skilningi, og ættum kanski að styrkja þetta þjóðfélag, meðvituð um ýmislegt sem þarf að bæta hérlendis.  Fólk sem gegnir miklum ábyrgðastöðum eins og t.d.  kennarar og hjúkrunarfólk, er hér á svívirðilega lágum launum. Hvernig væri að stofna þróunarsjóð fyrir þetta góða fólk svo það geti unnið fyrir mannsæmandi launum. Og sjóð sem hægt væri að nota til að undirbúa viðkvæmt landið undir 1.000.000 ferðamenn á ári. Það er ekki langt í það.  Þurfum við ekki bara (eins og Bush) að líta okkur nær?   En burtséð frá öllum göllum finnst mér best að búa hér

anna ragnhildur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1437

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband