Leita í fréttum mbl.is

Löglegt?

Torrent síðunni hefur verið lokað, en aðrar spretta upp. Það virðist því vera jafn erfitt að stöðva þetta og tímans hjól. Það leiðir hugann að því hvort torrent tæknin sé ólögleg. Það má vera að ólöglegt sé að hala niður höfundarvörðu efni. Það er þá spurning hver er hinn seki, sá sem býður efnið að sá sem halar niður. En að bjóða upp á torrent síðu með þessari tækni getur ekki verið ólöglegt. Það er vel hægt að senda á milli löglegt efni.  Ég hefði t.d. gjarnan viljað bjóða mína tónlist þarna en get það ekki því síðunni hefur verið lokað. Á ég ekki einhvern rétt líka til að dreifa minni tónlist með þessari tækni. Eigendur Torrent síðunnar bjóða ekki upp á efnið sjálfir heldur tengja þeir einstaklinga saman þannig að þeir geti sent efni á milli ef ég skil þetta rétt. Þetta er bara eins og það ætti að loka öllum vegum á íslandi af því einhver er að aka um með þýfi eða annað misjafnt á milli staða á bílnum sínum.
mbl.is Hart barist um höfundarréttinn á torrent-síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég hef séð margar samlíkingar í þessu máli. Það sem ég er að sjá hér er ég hreint ekki sáttur með. Ég hef ákveðið það að ef ég mun gefa eitthvað út þá vil ég ALLS EKKI fá smáís til að verja mál mitt. Mennirnir á bak við þessi samtök kynna sér hreint ekki málið og skilja ekki hvað fáránlegt þetta er. Ég hef reynt að senda smáís tölvupóst til að fá upp á hvaða vegum þeir hafa ákveðið að bregðast svona við og hvað þá að skella sökinni allri á Svavar. Ég skil heldur ALLS EKKI hvað er að gerast með svörin hjá þeim í fjölmiðla. Eru þeir að reyna að  halda þjóðinni undir hræðslu með þessum hótunum í svörunum. Þetta verður aldrei stöðvað.

 ÁFRAM TORRENT SÍÐUR ÍSLANDS! 

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1438

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband