Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Hvert fer Margrét

Margret Það verður spennandi að fylgjast með hvert Margrét Sverrisdóttir fer eftir að hún yfirgefur Frjálslynda flokkin í kjölfar ósigurs í varaformannsembættið. Ýmsir eru að leyta fyrir sér og veltir maður nú fyrir sér hvort hún fari í samstarf við Ómar Ragnarsson. Ómar hefur verið að leyta sér að farvegi fyrir sín mál en finnur sig sjálfsagt ekki í Frjálslynda flokknum eins og sjá má á heimasíðu hans þar sem hann telur að flokkkurinn lýsi sig ekki eindregið andsnúinn stóriðju. Margrét er mikil hugsjóna manneskja og er ábyggilega ekki hætt í pólitík. Svo er spurningin hvort Jón Baldvin hoppi með á vagninn en hann er ekki ánægður með Samfylkinguna og útilokar ekki að styðja nýtt framboð. Eitt er víst að það er allavega í vændum spennandi kosningavor.
mbl.is Stuðningsmenn Margrétar ætla að finna hugsjónum sínum nýjan farveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný lög

Bæti við tveimur nýjum frumsöndum lögum á lagaspilaran. Þetta eru lögin Hey ertu komin og Bakkus. Heyh eru komin er frumsaminn texti eftir mig en textinn í Bakkus er eftir Káinn. Þessi lög munu verða á væntanlegri plötu sem Heim-skyr mun gefa út á næstu dögum. Í þeirri sveit er ég og Sverrir Þorleifsson ásamt nokkrum gestaspilurum. Endilega gefið ykkur tíma til að hlusta á þetta, ég sé sjálfur um sönginn og veit að ég hef ekki verið að fá góða dóma fyrir söng en það bara lenti á mér að syngja þetta. Endilega kommenta á hvað ykkur finnst um þetta við tökum allri gagnrýni vel. Minni á að í spilaranum er einnig lagið rólegheit á Demó upptöku sem við erum að spá í að hafa á næstu plötu.

Ísland mætir Dönum

419563Bþá er það ljóst að við Íslendingar mætum Dönum í 8 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Þýskalandi. Mér líst vel  á það og hefði ekki geta hugsað mér skemmtilegri mótherja, auk þess sem ég tel að þetta sé vel viðráðanlegt verkefni. Það var augljóst að menn voru að hvíla sig fyrir komandi átök í leiknum í dag gegn Þjóðverju. Það verður auðvitað að segjast að það er frábær árángur að vera í hópi 8 bestu handknattleiksþjóða heims og getum við vel við unað þó við förum ekki lengra en markmiðið hlýtur nú að vera að stefna á verðlaunasæti.

mbl.is Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegheit

Var að setja hér inn á lagaspilarann nýtt frumsamið lag. Það heitir rólegheit og er svona hálfgerð slökunartónlist. Trommuleikari er Sverrir Þorleifsson en ég sé um hljómborðsleik.

HM í handbolta

handbolti Þá var leik Íslands og Þýskalands að ljúka.  Ísland  stefndi sennilega aldrei á sigur í  þessum leik. Markús  Máni var maður leiksins. Ég dottaði nú bara yfir þessum leik  en þetta  endaði  samt ekki  eins  illa og  maður hélt að myndi gera. Nú er bara spennandi að sjá hverja við fáum í átta liða  úrslitum.

Nýtt blogg

Hef ákveðið að færa bloggið mitt yfir á moggablogið blog.is. Ástæðan er sú að maður styður auðvitað íslenskt. Margir skemmtilegir fídusar eru maður getur sett inn myndir og lög. Þar sem maður hefur aðeins fengist við að semja er aldrei að vita nema maður setji inn frumsamið. En sem sagt ég býð mig velkominn á þetta blog.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Fimm evru brandarar

Er að horfa á spaugstofuna. Hún er svo leiðinleg að ég nota bara tíman til að blogga smá. Ég var á árum áður mikill aðdáandi spaugstofunar allt frá því hún byrjaði í núverandi mynd 1989. Nú síðustu ár hefur þetta versnað til muna. Brandararnir ornðnir að fimm aura bröndurum og sömu brandararnir aftur og aftur. Svo þegar menn eru komnir í prumpubrandara eins og gerðist í kvöld þá eru menn búnir að missa það. Það er eins og með allt það á sinn líftíma svo tekur eitthvað annað við. Fimm miðaldra karlar sem hafa verið 20 ár á skjánum er eitthvað sem er ekki að gera sig lengur. Nú er kominn tími á að aðrir fái að spreyta sig. Það hlýtur að vera hægt að setja saman góðan hóp, auðvitað munu menn hafa skiptar skoðanir hverja menn vilja sjá. Sumir vilja djúpan húmor meðan aðrir vilja bara rassabrandara þannig að smekkur manna er misjafn. Ég tel mig vera í fyrri hópnum og hef fundist Sigtið á skjá einum gott. Fóstbræður finnst mér góðir það sem ég hef séð, en það sem ég hef séð af Stelpunum og Svínasúpuni er ekki gott. Menn verða að skilja að það skiptir máli hverjir standa að gríninu. Svo getur kynslóðabil skipt máli. Yngri kynslóðin vill Sveppa og Audda meðan þeir eldri skilja ekki gauraganginn. Jæja en ég ítreka aftur að það er kominn tími á að skipta út Spaugstofunni, við erum farinn að fá sömu brandarana aftur og aftur sl. 20 ár.


Látið sönginn hljóma hátt

Stend í ströngu við söngiðkun þessa dagana. Ég og Sverrir Freyr á dalvík erum að vinna að plötu. Tókum upp undirspil í nóvember s.l. þegar ég fór norður til þess. Hins vegar náðist ekki að klára sönginn svo ég á eftir að syngja hann inn á. Geri það bara heima hjá mér, er með ágætis græur í það. Þegar söngupptökum er lokið sendi ég þetta norður og þar verður hljóðblandað og platan kláruð. Þetta eru fjölbreytt lög allt frá húmorískum partílögum upp í rokkslagara, og þarna er líka ballaða. Sungið er um bakkus, gamla vinnufélaga, misheppnuð ástarsambönd og Helvíti bregður fyrir. ýmsar dýrategundir koma einnig mikið við sögu í lögunum. Minni á að við erum með heimasíðu www.heimsskyr.wordpress.com, en hljómsveitin heitir einmitt Heims Skyr og vonumst við til að gera samning við MS þegar þeir fara að markaðsetja íslenska skyrið á erlendri grund.


4 ára trommuleikari

Skemmtilegur trommuleikar og á framtíðina fyrir sér. Hann er bara 4 ára.



Næsta síða »

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1404

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband