Leita í fréttum mbl.is

Fimm evru brandarar

Er að horfa á spaugstofuna. Hún er svo leiðinleg að ég nota bara tíman til að blogga smá. Ég var á árum áður mikill aðdáandi spaugstofunar allt frá því hún byrjaði í núverandi mynd 1989. Nú síðustu ár hefur þetta versnað til muna. Brandararnir ornðnir að fimm aura bröndurum og sömu brandararnir aftur og aftur. Svo þegar menn eru komnir í prumpubrandara eins og gerðist í kvöld þá eru menn búnir að missa það. Það er eins og með allt það á sinn líftíma svo tekur eitthvað annað við. Fimm miðaldra karlar sem hafa verið 20 ár á skjánum er eitthvað sem er ekki að gera sig lengur. Nú er kominn tími á að aðrir fái að spreyta sig. Það hlýtur að vera hægt að setja saman góðan hóp, auðvitað munu menn hafa skiptar skoðanir hverja menn vilja sjá. Sumir vilja djúpan húmor meðan aðrir vilja bara rassabrandara þannig að smekkur manna er misjafn. Ég tel mig vera í fyrri hópnum og hef fundist Sigtið á skjá einum gott. Fóstbræður finnst mér góðir það sem ég hef séð, en það sem ég hef séð af Stelpunum og Svínasúpuni er ekki gott. Menn verða að skilja að það skiptir máli hverjir standa að gríninu. Svo getur kynslóðabil skipt máli. Yngri kynslóðin vill Sveppa og Audda meðan þeir eldri skilja ekki gauraganginn. Jæja en ég ítreka aftur að það er kominn tími á að skipta út Spaugstofunni, við erum farinn að fá sömu brandarana aftur og aftur sl. 20 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sextán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1437

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband