Leita í fréttum mbl.is

Látið sönginn hljóma hátt

Stend í ströngu við söngiðkun þessa dagana. Ég og Sverrir Freyr á dalvík erum að vinna að plötu. Tókum upp undirspil í nóvember s.l. þegar ég fór norður til þess. Hins vegar náðist ekki að klára sönginn svo ég á eftir að syngja hann inn á. Geri það bara heima hjá mér, er með ágætis græur í það. Þegar söngupptökum er lokið sendi ég þetta norður og þar verður hljóðblandað og platan kláruð. Þetta eru fjölbreytt lög allt frá húmorískum partílögum upp í rokkslagara, og þarna er líka ballaða. Sungið er um bakkus, gamla vinnufélaga, misheppnuð ástarsambönd og Helvíti bregður fyrir. ýmsar dýrategundir koma einnig mikið við sögu í lögunum. Minni á að við erum með heimasíðu www.heimsskyr.wordpress.com, en hljómsveitin heitir einmitt Heims Skyr og vonumst við til að gera samning við MS þegar þeir fara að markaðsetja íslenska skyrið á erlendri grund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og ellefu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1438

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband