Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Nú vikan er liðin

Vikan liðin og ágætt að nefna það sem stóð upp úr. Fyrst er að segja frá norðurferðinni um síðustu helgi. Við tókum upp 12 frumsamin lög með miklu betri tækni en síðast og menn líka vönduðu sig betur. Hljómsveitin er þannig skipuð eins og fyrr að ég spila á hljómborð, Sverrir Þorleifsson á trommur, Bergur Kárason á bassa og Guðmundur Pálmason á gítar. Upptökustjóri er Gunnlaugur Helgason. Breytingin frá fyrri upptökum er líka sú að nú sjáum við allir um söng og er það breyting til batnaðar tel ég. Reiknað er nú með að platan komi út í júní. 

Á sumardaginn fyrsta létum við Soffía svo skíra son okkar. Nafnið sem hann fékk er Matthías Marinó. Matthías finnst okkur mjög góðlátlegt nafn enda þekkjum við bara góða Matthíasa. Marinó er í höfuðið á afa hans sem dó í nóvember s.l. Athöfnin fór fram í lágafellskirkju og gekk mjög vel og á eftir var boðið í veislu heima þar sem ég spilaði á píanó undir kökuáti. Skemmtilegt. 


Norðurferð

Stefni á enn eina norðurferðina eftir vinnu í dag. Tilefni eru upptökur á tónlist. Eftir að við fengum styrkinn til að gera plötuna ætlum við að taka upp öll lögin aftur og vanda okkur betur. Legg af stað um 5 leytið og verð kominn milli 9 og 10 í kvöld. Þá verður strax farið í að taka upp og svo haldið áfram allahelgina.

Gróðurhúsaáhrif

Gleðilega páska. Pistill dagsins fjallar um gróðurhúsaáhrifin. Var að horfa á mynd sem heitir The Great Global Warming Swindle. Mæli með að allir horfi á hana sem hafa áhuga á málefninu. Hana má sjá hér. Í myndinni er talað við fjölda vísindamanna sem eru ekki sammála því að maðurinn sé valdur að hlýnun jarðar. Þeir fjalla um að trúin á gróðurhúsahárif af mannavöldum séu orðin trúarbrögð vinstri aktivista og einn vísindamaður nefnir það að afneita þessari kenningu sé eins og að afneita helförinni. Pólitíkusar hoppa á vagninn og skyndilega er þetta ekki lengur kenning heldur heilagur sannleikur. Í myndinni er vitnað í mynd Al Gore The inconvienent Truth þar sem hann sýnir að það er samhengi milli CO2 og hitastigs á jörðínni. Því er ekki neitað að það er samhengi en það sem kemur í ljós þegar samhengið er skoðað betur að CO2 eykst í andrúmsloftinu eftir að hitastig hækkar, orsakasamhengið er sem sagt öfugt, aukinn hiti eykur CO2 í andrúmsloftinu. Það gerist þannig að við aukin hita losar hafið CO2. Hafið er sem sagt stærsti CO2 gjafinn. Auk þess valda eldgos líka meiri CO2 mengun en maðurinn. En hvað er þá að valda hækkandi hitastigi. Í myndinni kemur fram kenning um að virkni sólar hafi áhrif á hitastig jarðar auk geimgeisla sem hafa áhrif á skýjafar, en skýjafar hefur mikið að segja um hitastig jarðar, vatnsgufa er stærsta gróðurhúsagastegundinn. En af hverju eru svona margir vísindamenn sem segja að maðurinn sé valdur að hlýnun jarðar. Jú það er miklu auðveldara að fá styrki til að rannsaka málið ef þú stekkur á vagninn. Málið er hins vegar að við erum hér með tvær kenningar og það er einfaldlega rangt að segja að önnur sé sönnuð og það þurfi ekkert að ræða þetta frekar eins og manni finnst sumir segja sérstaklega pólitíkusar. Þó að Al Gore eða Ólafur Ragnar segi að þetta sé óumdeilt að maðurinn sé valdur að hlýnun jarðar þá er það enginn sönnun. Margir vísindamenn eru á öðru máli.  Einnig kemur fram í myndinni að sumir segi að þó þetta sé ekki sannað þá eigi náttúran að njóta vafans. En myndin segir, hvað með fólk í þriðja heiminum sem þarf að byggja upp sinn iðnað fá rafmagn og hreint vatn á það ekki alveg eins að njóta vafans. Mæli eindregið með þessari mynd, um að gera að fá fleiri sjónarmið. Myndina má sjá á Google Video. Hún er klukkutími og korter. Klikka hér til að sjá hana.

Föstudagurinn langi

Í dag er föstudagurinn langi. Fyrir nokkrum árum var ég spurður upp á hvaða dag föstudaginn langa bæri það árið. Ég byrjaði að telja á fingrunum niður dagana og svaraði svo hróðugur föstudag, en fattaði svo gabbið um leið og ég sagði þetta. He he svona er auðvelt að plata mann. En sem sagt á föstudaginn langa minnumst við kristnir menn að Jesús dó á krossinum til frelsa okkur. Þessi dagur er einn sá merkilegasti í okkar trú. Við ættum því að nota hann til að íhuga og aðeins slaka á og muna hvað það er sem skiptir máli.  það er ekki x factor, það er ekki fyndnasti maður íslands, það er ekki einu sinni að united vinni. (það er samt ekkert verra að þeir vinni). Margir trúa á á guð, sumir efast. Ég vil segja við efasemdamenninnia að þó þið trúið ekki á raunverulega tilvist guðs þá ættu menn samt að tileinka sér það sem trúin boðar. Kristin trú boðar kærleik og umburðalyndi. Þess vegna ættu menn ekki að afneita trúnni. Sumum hefur það verið kappsmál að tala niður kristna trú og er það miður. Það er miður að sumir hafi ekki umburðalyndi fyrir því sem kristin trú boðar. Efasemdamenn ættu að virða kristna trú og boðskap hennar. Í hönd fer mesta hátið kristinna manna, notum þessa daga til að hugsa um boðskap trúarinnar og lifa samkvæmt honum.

Fótbolti

Hélt alltaf að ég hefði áhuga á fótbolta og héldi með Man Utd. En er farinn að efast. Um daginn hringdi stöð tvö í mig og bauð mér M12 áskrift og tókst honum að fá mig til að taka því. Í kaupbæti fékk ég Sýn frítt í fimm daga sem var mjög gott því þá get ég horft á mína menn í meistaradeildinni heima í stofu og þarf ekki að fara í reykingasvælu öldurhúsanna. Hálftími í leik og ég að elda gúrme í tilefni hátíðanna. Stelpan að hora á grísinn Badda á vídeo, og allt í blóma, búinn að vara konuna við að ég eigi imbann þetta kvöldið og hún samþykkti það. En hvað gerist. Rankaði við mér næst tvö um nóttina og mundi að ég hafði gleymt að horfa á leikinn og mundi ekkert eftir honum fyrr en var komið langt fram á nótt. Fór á netið til að athuga úrslitinn en sá þá að fréttnæmara þótti slagsmál stuðningsmanna og einn lífshættulega slasaður. Þetta finnst mér ljótur blettur. Knattspyrna er bara skemmtun og menn eiga ekkert að æsa sig meira heldur en þegar þeir fara í bíó. Þetta er til skammar að láta svona. Og til skammar að ég hafi gleymt leiknum og horft á grísinn badda..... tvisvar í röð.

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband