Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Fótbolti
Hélt alltaf að ég hefði áhuga á fótbolta og héldi með Man Utd. En er farinn að efast. Um daginn hringdi stöð tvö í mig og bauð mér M12 áskrift og tókst honum að fá mig til að taka því. Í kaupbæti fékk ég Sýn frítt í fimm daga sem var mjög gott því þá get ég horft á mína menn í meistaradeildinni heima í stofu og þarf ekki að fara í reykingasvælu öldurhúsanna. Hálftími í leik og ég að elda gúrme í tilefni hátíðanna. Stelpan að hora á grísinn Badda á vídeo, og allt í blóma, búinn að vara konuna við að ég eigi imbann þetta kvöldið og hún samþykkti það. En hvað gerist. Rankaði við mér næst tvö um nóttina og mundi að ég hafði gleymt að horfa á leikinn og mundi ekkert eftir honum fyrr en var komið langt fram á nótt. Fór á netið til að athuga úrslitinn en sá þá að fréttnæmara þótti slagsmál stuðningsmanna og einn lífshættulega slasaður. Þetta finnst mér ljótur blettur. Knattspyrna er bara skemmtun og menn eiga ekkert að æsa sig meira heldur en þegar þeir fara í bíó. Þetta er til skammar að láta svona. Og til skammar að ég hafi gleymt leiknum og horft á grísinn badda..... tvisvar í röð.
Nýjustu færslur
- 24.4.2008 Heimskyr komin í blöðin
- 23.4.2008 Hey ertu komin
- 21.4.2008 Snilld komin út
- 17.4.2008 Til hamingju
- 16.4.2008 Heimskyr
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Spurt er
Er Heimskyr besta hljómsveitin
Athugasemdir
ég legg það að jöfnu að "horfa" sofandi á Badda grís og að sjá manséster júnædet spila
Sverrir Þorleifsson, 5.4.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.