Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Loftárásir Bandaríkjamanna

Bandaríkjamenn gerðu loftárás í nótt loftárás á þorpið Hayo syðst í Sómalíu, bráðabirgðastjórn sómalíu hafði hrakið íslamista út úr Mogahsihu höfuðborg sómalíu og þeir hafa verið að flýa suður síðast liðin mánuð. Talið er að íslamistar haldi skjólshúsi yfir al-kaída liðum sem sprengdu upp bandarísku sendiráðin í Kenía og Tansaníu 1998. Flugmóðuskip frá Bandaríkjaher hafa hafst við undan strönd afríku og skipið USS Dwight D. Eisenhower hefur komið sér í skotlíu við Sómalíu. Talið er að árásin hafi verið gerð af sprengjuflugvél sem kom frá herstöðinni í Djibouti. Ekki hafa borist fréttir af hvort árásin hafi borið tilætlaðan árangur en fréttir af mannfalli eru miklar. Þetta eru ljótar fréttir og hræðilegt til þess að vita að Bandaríkin sprengi upp þorp til að ná nokkrum glæpamönnum. Það er engan vegin réttlætanlegt og verða þeir að standa fyrir máli sínu en ekkert hefur heyrst frá Pentagon ennþá. Fáum vonandi frekari fréttir af þessu þegar líður á daginn. Þetta er rostungurinn fyrir FSR. (Fréttastofa Rostungsins)


Álverið lifi

Mikið hefur verið talað um fyrihugaða stækkun álvers Alcans í Straumsvík. Bæjaryfirvöld hafa haldið á þessu með sérkennilegum hætti, láta Alcan fá lóð og Alcan treystir væntanlega því að þeir geti þá stækkað ef þeir uppfylla öll skilyrði. Þá taka bæjaryfirvöld upp á því að láta íbúa kjósa um málið. Íbúalýðræði heitir það á fínni íslensku. Málið snýst þá ekki lengur í aðalatriðum að fylgja öllum reglum heldur snýst upp í vinsældarkosningu. Það verður pólitíks ákvörðun meirihluta bæjarbúa hvort af stækkun verður. Fyrst þetta er orðið að vinsældarkosningu er ekkert óeðlilegt að fyrirtækið vilji minna á sig og gefi gjafir. Einn geisladiskur geta varla talist mútur, auk þess sem menn eru ekkert bundnir því að greiða með stækkun þó menn taki við geisladisknum. Það er því miskilningur á orðinu mútur hjá þeim sem nota það. Samkvæmt Orðabók menningarsjóðs þýða mútur “greiðsla fyrir vafasaman eða rangan verknað, peningar eða fjármunir bornir á einhvern í hagnaðarskyni”. Forsvarsmenn Alcan hafa sagt að ef ekki verði að stækkun þá muni enda með því að verksmiðjan loki. Þetta er kallað hótun. Er þetta ekki bara raunverulegt mat að verksmiðjan muni ekki geta staðist samkeppni til lengri tíma litið. Eru þetta ekki upplýsingar sem mega koma fram og eru mikilvægar. Einnig skrýtið að þeir sem berjast gegn stækkun kalli þetta hótun. Þeir ættu þá frekar að fagna þessu að þeir losni við álverið. Rökin eru komin í hring. Heyrst hefur að annars vegar sé hópur áhugamanna í sjálfboðavinnu að berjast hins vegar við stórfyrirtæki sem hafi gríðarlegt fjármagn til að kynna sig. Mín skoðun er sú að að það hafi ekki vantað að þeir sem eru á móti stækkuninni í Straumsvík og stóriðju almennt komi boðskap sínum á framfæri. Þvert á móti er álverið að berjast á móti sjónarmiðum sem hafa átt greiðan aðgang í fjölmiðla undanfarin misseri. Eftir situr spurningin hversu langt ætla menn að ganga í hinu svokallaða íbúalýðræði. Verður t.d. kosning ef fyrirtæki ætlar að fá starfsleyfi til að geta hafið starfsemi í einhverju bæjarfélagi. Nú heyrist að menn vilji banna spilakassa sem er þó lögleg starfsemi. Eiga íbúar að geta kosið um framtíð fyrirtækja, það er stóra spurningin?


Henke

Frekar rólegur dagur, það sem stóð upp úr er að ég horfði á knattspyrnuleik. Viðureign Manchester United og Aston Villa í Ensku Bikarkeppninni. Það sem var mest spennandi við leikinn var að þetta var fyrsti leikur Henriks Larssons fyrir United en hann hefur verið lánaður frá Helsinborg í nokkrar vikur. Drengurinn stóð undir væntingum þó hann sé að verða 36 ára. Skoraði fyrsta mark leiksins og stóð sig almennt vel. Honum var svo skipt út af í seinni hálfleik fyrir annan skandinava og “gamalmenni” Ole Gunnar Solskær sem skoraði líka á 91. mínútu. Samtals eru þessir leikmenn um sjötugt. Í milli tíðinni hafði Aston Villa jafnað metin með marki frá Milan Baros. Gulldrengurinn Wayne Rooney er ekki í stuði þessa dagana og var oft mislagðir fætur. Ronaldo átti fínan dag. Sem sagt ánægður með að United hafi landað sigri þó tæpt hafi það staðið. Tel að þeir hafi nóg með að einbeita sér að þó þeir þurfi ekki að taka aukaleik í bikarnum. Vakti athygli mína að dómarinn flautaði leikinn ekki af fyrr en eftir 95 mínútur þrátt fyrir að enginn meiðsli hafi verið og sjúkralið kom aldrei inná. Skildi ekki alveg hvaðan þessi tími kom, er þetta bara geðþóttaákvörðun dómaranna.


Jólin kvödd

Þá eru blessuð jólin á enda. Þetta er búið að vera góður tími og hélt ég upp á þrettándan með því að fara í mat til tengdó og þar var skotið upp nokkrum flugeldum. Fyrr um daginn varð María frænka mín fimm ára, óska ég henni til hamingju með daginn. Snjóaði líka hér í morgun, gaman að fá svona jólasnjó alveg í lokin. Fyrst jólin eru liðin þá hefst aftur hversdagsleikinn kenndur við ónefndan lit. Mitt markmið er að taka mig á í ýmsu á árinu og mun ég fara aftur í líkamrækt á morgun og fara á hverjum degi. Ég hef verið að fara annað slagið en ekki á hverjum degi eins og ég gerði í haust. En nú er sem sagt stefnan að taka á þessu.


Mjólkurkýrinni slátrað?

Ég horfði á fréttir stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttayfirlitinu var slegið upp fyrisögninni “Mjólkurkýrinni Slátrað?” og var féttin um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Ætlaði bara að spurja á þetta ekki að vera Mjólkurkúnni Slátrað??. Allavega miðað við hvernig ég lærði að fallbeygja orðið kýr sennilega um 10 ára aldurinn. (Sjá frétt, ath. fyrst kemur Ísland í dag)


« Fyrri síða

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1437

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband