Leita í fréttum mbl.is

Álverið lifi

Mikið hefur verið talað um fyrihugaða stækkun álvers Alcans í Straumsvík. Bæjaryfirvöld hafa haldið á þessu með sérkennilegum hætti, láta Alcan fá lóð og Alcan treystir væntanlega því að þeir geti þá stækkað ef þeir uppfylla öll skilyrði. Þá taka bæjaryfirvöld upp á því að láta íbúa kjósa um málið. Íbúalýðræði heitir það á fínni íslensku. Málið snýst þá ekki lengur í aðalatriðum að fylgja öllum reglum heldur snýst upp í vinsældarkosningu. Það verður pólitíks ákvörðun meirihluta bæjarbúa hvort af stækkun verður. Fyrst þetta er orðið að vinsældarkosningu er ekkert óeðlilegt að fyrirtækið vilji minna á sig og gefi gjafir. Einn geisladiskur geta varla talist mútur, auk þess sem menn eru ekkert bundnir því að greiða með stækkun þó menn taki við geisladisknum. Það er því miskilningur á orðinu mútur hjá þeim sem nota það. Samkvæmt Orðabók menningarsjóðs þýða mútur “greiðsla fyrir vafasaman eða rangan verknað, peningar eða fjármunir bornir á einhvern í hagnaðarskyni”. Forsvarsmenn Alcan hafa sagt að ef ekki verði að stækkun þá muni enda með því að verksmiðjan loki. Þetta er kallað hótun. Er þetta ekki bara raunverulegt mat að verksmiðjan muni ekki geta staðist samkeppni til lengri tíma litið. Eru þetta ekki upplýsingar sem mega koma fram og eru mikilvægar. Einnig skrýtið að þeir sem berjast gegn stækkun kalli þetta hótun. Þeir ættu þá frekar að fagna þessu að þeir losni við álverið. Rökin eru komin í hring. Heyrst hefur að annars vegar sé hópur áhugamanna í sjálfboðavinnu að berjast hins vegar við stórfyrirtæki sem hafi gríðarlegt fjármagn til að kynna sig. Mín skoðun er sú að að það hafi ekki vantað að þeir sem eru á móti stækkuninni í Straumsvík og stóriðju almennt komi boðskap sínum á framfæri. Þvert á móti er álverið að berjast á móti sjónarmiðum sem hafa átt greiðan aðgang í fjölmiðla undanfarin misseri. Eftir situr spurningin hversu langt ætla menn að ganga í hinu svokallaða íbúalýðræði. Verður t.d. kosning ef fyrirtæki ætlar að fá starfsleyfi til að geta hafið starfsemi í einhverju bæjarfélagi. Nú heyrist að menn vilji banna spilakassa sem er þó lögleg starfsemi. Eiga íbúar að geta kosið um framtíð fyrirtækja, það er stóra spurningin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband