Leita í fréttum mbl.is

Gróðurhúsaáhrif

Gleðilega páska. Pistill dagsins fjallar um gróðurhúsaáhrifin. Var að horfa á mynd sem heitir The Great Global Warming Swindle. Mæli með að allir horfi á hana sem hafa áhuga á málefninu. Hana má sjá hér. Í myndinni er talað við fjölda vísindamanna sem eru ekki sammála því að maðurinn sé valdur að hlýnun jarðar. Þeir fjalla um að trúin á gróðurhúsahárif af mannavöldum séu orðin trúarbrögð vinstri aktivista og einn vísindamaður nefnir það að afneita þessari kenningu sé eins og að afneita helförinni. Pólitíkusar hoppa á vagninn og skyndilega er þetta ekki lengur kenning heldur heilagur sannleikur. Í myndinni er vitnað í mynd Al Gore The inconvienent Truth þar sem hann sýnir að það er samhengi milli CO2 og hitastigs á jörðínni. Því er ekki neitað að það er samhengi en það sem kemur í ljós þegar samhengið er skoðað betur að CO2 eykst í andrúmsloftinu eftir að hitastig hækkar, orsakasamhengið er sem sagt öfugt, aukinn hiti eykur CO2 í andrúmsloftinu. Það gerist þannig að við aukin hita losar hafið CO2. Hafið er sem sagt stærsti CO2 gjafinn. Auk þess valda eldgos líka meiri CO2 mengun en maðurinn. En hvað er þá að valda hækkandi hitastigi. Í myndinni kemur fram kenning um að virkni sólar hafi áhrif á hitastig jarðar auk geimgeisla sem hafa áhrif á skýjafar, en skýjafar hefur mikið að segja um hitastig jarðar, vatnsgufa er stærsta gróðurhúsagastegundinn. En af hverju eru svona margir vísindamenn sem segja að maðurinn sé valdur að hlýnun jarðar. Jú það er miklu auðveldara að fá styrki til að rannsaka málið ef þú stekkur á vagninn. Málið er hins vegar að við erum hér með tvær kenningar og það er einfaldlega rangt að segja að önnur sé sönnuð og það þurfi ekkert að ræða þetta frekar eins og manni finnst sumir segja sérstaklega pólitíkusar. Þó að Al Gore eða Ólafur Ragnar segi að þetta sé óumdeilt að maðurinn sé valdur að hlýnun jarðar þá er það enginn sönnun. Margir vísindamenn eru á öðru máli.  Einnig kemur fram í myndinni að sumir segi að þó þetta sé ekki sannað þá eigi náttúran að njóta vafans. En myndin segir, hvað með fólk í þriðja heiminum sem þarf að byggja upp sinn iðnað fá rafmagn og hreint vatn á það ekki alveg eins að njóta vafans. Mæli eindregið með þessari mynd, um að gera að fá fleiri sjónarmið. Myndina má sjá á Google Video. Hún er klukkutími og korter. Klikka hér til að sjá hana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

gammageislafjöld.. ég er funheitur

Sverrir Þorleifsson, 8.4.2007 kl. 16:28

2 identicon

Eitt sem virðist líka eiga að þagga niður í þessu öllu saman sem rennir stoðum undir að maðurinn hafi minni áhrif en haldið er fram. Akkúrat núna á sama tíma og jörðin er að ganga í gegnum mestu hitastigshækkunina undanfarin 100 ár amk er búið að uppgötva að hitastig á Mars hefur hækkað um amk 0.6 gráður síðustu 20 árin eða svo, þannig að Mars er líka að upplifa gróðurhúsaáhrifin án hjálpar mannsins.

Gulli (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: Ragnar Ólason

Ég vissi þetta ekki Gulli og því gott að fá svona komment. Það verður gaman að sjá hvort The great global warming swindle verði sýnd á íslandi en það er búið að sýna hana á channel 4 í bretlandi

Ragnar Ólason, 9.4.2007 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband