Laugardagur, 17. mars 2007
Styrkur
Ég ásamt vini mínum Sverri Þorleifssyni sem skipum dúettinn Heims Skyr fengum úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Svarfdæla í gærkveldi til að klára plötu sem við erum að gera. Þetta kemur sér mjög vel og hjálpar okkur mikið. Platan er í vinnslu og stefnt að hún komi út í júní. 21 verkefni fékk styrk úr sjóðnum sem veittur var í Dalvíkurkirkju. Glæsileg athöfn og svo í lokin skrifuðu Sparisjóðsstjóri og Bæjarstjóri undir samning þar sem Sparisjóðurinn gefur Dalvíkingum menningarhús. Karlakór Dalvíkur tók nokkur lög og í lokin var boðið upp á léttar veitingar. Við þökkum menningarsjóðnum kærlega fyrir okkur.
Nýjustu færslur
- 24.4.2008 Heimskyr komin í blöðin
- 23.4.2008 Hey ertu komin
- 21.4.2008 Snilld komin út
- 17.4.2008 Til hamingju
- 16.4.2008 Heimskyr
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá veit maður í hvaða vitleysu sparisjóðurinn eyðir vaxtagreiðslunum mínum
Til hamingju með þetta!
Gulli (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 15:53
Til hamingju með það, verður gaman að heyra afurðina þegar hún verður tilbúin.
Zilly Ratt, 19.3.2007 kl. 16:35
Til hamingju með þetta, vissi ekki að þú værir að dunda í tónlist. Kannski ekki skrítið að þú dundir við þetta, enda hefur þú núna tvö börn að syngja í svefn á kvöldin
Bið að heilsa Soffíu þinni og börnunum.
Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.