Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Ráðstefna um eitthvað
Það eru nú allir að tjá sig um þessa klámráðstefnu. Ég hef nú ekkert verið að taka þátt í umræðu um hana en var þó að velta þessu fyrir mér. Það er sagt að þessi ráðstefna sé vond landkynning fyrir Ísland. Það má vel vera að það sé ekkert plús að fá þetta fólk hingað en ég velti fyrir mér hvort það væri ekki líka slæm landkynning ef að ríkisstjórn íslands bannaði þessu fólki að koma. Hvaða traust myndi það vekja á íslenskum stjórnvöldum erlendis ef við fengjum á okkur þann stimpil að yfirvöld gætu bannað fólki að koma til landsins bara ef þeim líkaði ekki við fólkið, án þess að það hafi neitt brotið af sér eða hafi það í huga. Þetta er ekki góð kynning fyrir þá sem ætla að halda ráðstefnur á Íslandi að eiga það yfir höfði sér að þær verði stoppaðar bara ef yfirvöldum líkar ekki umræðuefnið. Okkur ber að virða stjórnarskrá landsins þó svo okkur líki ekki við eitthvað fólk og meðan það hefur ekki brotið af sér eða er ógn við almanna hagsmuni og öryggi er ekki hægt að stoppa það. Slíkt væri ákaflega slæm landkynning ef yfirvöld brjóta stjórnarskrána sem tryggir mönnum fundafrelsi.
Nýjustu færslur
- 24.4.2008 Heimskyr komin í blöðin
- 23.4.2008 Hey ertu komin
- 21.4.2008 Snilld komin út
- 17.4.2008 Til hamingju
- 16.4.2008 Heimskyr
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Spurt er
Er Heimskyr besta hljómsveitin
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.