Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Heimskyr komin í blöðin

Gleðilegt sumar. Vaknaði snemma í morgun og ætlaði bara að lesa fréttirnar á visi.is. Dauðbrá þá þegar ég sá kunnulega mynd á forsíðunni. Það var þá mynd af okkur Sverri í Heimskyr og heillangt viðtal við Sverri. Vissi reyndar að fréttablaðið hafði haft samband við hann en átti ekki von á þessu á forsíðu. Þetta var því óvænt og skemmtileg byrjun á sumrinu. Fréttina má sjá hér. Einnig kom frétt í fréttablaðinu og mynd af okkur. Vonandi verður þetta okkur til góðs. Kannski verðum við frægir.


Hey ertu komin

Var að setja nýtt lag með Heimskyr inn á myspace. Lagið heitir Hey ertu komin og er sungið af Eyþóri Inga Gunnlaugssyni. Þeir sem hafa heyrt þetta lag hafa verið að spá því miklum vinsældum. Síðan okkar er myspace.com/heimskyr

Snilld komin út

Stór dagur í dag, því plata okkar Heimskyr manna kom út í dag á tonlist.is. Þar er hægt að hlusta á búta eða kaupa lögin.  Þetta er stór dagur í sögu íslenskrar popptónlistar. Við erum búnir að vinna að þessari plötu í næstum 2 ár svo þetta er kærkomið. Minni á blogsíðuna okkar heimskyr.blog.is.

Til hamingju

Óska Eurobandinu til hamingju með nýja myndbandið og veit að þau eiga eftir að standa sig vel í Serbíu. Þetta eru okkar bestu söngvara og gaman að við Dalvíkingar eigum fulltrúa í Júróvision. Hef fylgst með Friðriki lengi og man þegar hann var að byrja sem söngvari á Dalvík. Veit að hann er ekki bara söngvari heldur afburða hljóðfæraleikari og lagasmiður. Ég hef reyndar sjálfur verið að dunda við að semja lög í gegnum tíðina og nú um daginn rættist gamall draumur að gefa út eigin disk með vini mínum Sverri Þorleifssyni. Við settum upp blogsíðu heimskyr.blog.is og myspace síðuna myspace.com/heimskyr þar sem við leyfum fólki að hlusta á nokkur lög.
mbl.is „Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskyr

Langt er síðan maður hefur bloggað. Það hefur svo sem ekki verið neitt tilefni þangað til núna. Dúettin Heimskyr sem ég og vinur minn Sverrir Þorleifsson myndum  höfum stofnað  blog  síðu á  moggablogginu.  heimskyr.blog.is Við vorum að gefa út diskinn Snilld og ætlum að nota internetið til að kynna hann. Endilega kíkið inn á síðuna okkar. Það er ekki komið mikið efni þar inn en það kemur smátt og smátt. Skora á ykkur svo að gerast bloggvinir Heimskyrs. Svo höfum við stofnað síðu á myspace sem heitir myspace.com/heimskyr 


Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband