Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
10 lítrar
Hvílíkt umhverfisslys. Ég hélt fyrst að þetta hefði bara verið svona hálfur lítri sem sullaðist niður en svo les maður alla fréttina og kemmst að því að þetta voru heilir tíu lítrar. Segi og skrifa. Eins gott að slökkviliðið var fljótt á staðinn að redda þessu. Spurningin er hver á að borga þessa tíu lítra, fer þetta á reikning einkaþotunnar. Eru menn borgunarmenn fyrir þessu. Spyr sá sem ekki veit.
Eldsneytisleki á Reykjavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Villandi Fyrirsögn
Mér krossbrá, hvað á það að þýða að vera með svona fyrirsagnir. En þetta er kannski í tilefni þess að það er nú sprengidagur í dag, hver veit.
Leifsstöð sprungin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Logn
Hvaða vitleysa er þetta það er alltaf logn á Kjalarnesi. Það bara stundum flýtir sér mishratt. Kjalarnes er góður staður. Stutt á helstu staði. Stutt til Dalvíkur og stutt til Reykjavíkur. Þannig að þetta er mjög miðsvæðis. Það getur enginn neitað því. Sjálfur er ég að flytja á Kjalarnesið og ætla að njóta náttúrunnar þar. Og hvað er vindur annað en náttúrufyrirbæri. Gott er að láta goluna leika um vangann í hressandi göngutúr. Áfram Kjalarnes. Hvað heitir annars íþróttafélagið á Kjalarnesi? Og man einhver hver er borgarstjóri yfir okkur kjalnesingum, það er alltaf verið að skipta. Við erum víst nýlenda Reykjavíkur.
Varað við hvössum vindhviðum á Kjalarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 24.4.2008 Heimskyr komin í blöðin
- 23.4.2008 Hey ertu komin
- 21.4.2008 Snilld komin út
- 17.4.2008 Til hamingju
- 16.4.2008 Heimskyr
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Spurt er
Er Heimskyr besta hljómsveitin