Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Styrkur

Ég ásamt vini mínum Sverri Þorleifssyni sem skipum dúettinn Heims Skyr fengum úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Svarfdæla í gærkveldi til að klára plötu sem við erum að gera. Þetta kemur sér mjög vel og hjálpar okkur mikið. Platan er í vinnslu og stefnt að hún komi út í júní. 21 verkefni fékk styrk úr sjóðnum sem veittur var í Dalvíkurkirkju. Glæsileg athöfn og svo í lokin skrifuðu Sparisjóðsstjóri og Bæjarstjóri undir samning þar sem Sparisjóðurinn gefur Dalvíkingum menningarhús. Karlakór Dalvíkur tók nokkur lög og í lokin var boðið upp á léttar veitingar. Við þökkum menningarsjóðnum kærlega fyrir okkur.


Norðurferð

Fer norður á Dalvík í kvöld. Alltaf gaman að koma þangað á æskustöðvarnar. Ætla að vera fyrir norðan yfir helgina. Yfir tilefninu hvílir hins vegar leynd þangað til á morgun. Þá kemur þetta allt í ljós.


Afmæli

Hún Alda Lára dóttir mín á afmæli í dag. Hún er þriggja ára. Til hamingju með daginn elskan.

Nóg að gera

Nóg að gera hjá manni, orðinn tveggja barna faðir. Full vinna. Þannig að maður hefur ekki einu sinni horft á fréttir síðustu daga og er ekkert inni í helstu málum en það fer vonandi að lagast og maður kemur kannski með skúbb fljótlega

Sonur

Við hjónin eignuðumst son 7. mars. 15 merkur og 52 sentimetrar. Þá er maður orðinn tveggja barna faðir og nóg að gera. Er farinn að horfa á soninn.

Höfundur

Ragnar Ólason
Ragnar Ólason
Ragnar er skemmtilegur bloggari. Áhugamál: Tónlist, fótbolti, tölvur og græjur.

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband