Laugardagur, 10. febrúar 2007
KSÍ með einkarétt á knattspyrnu
Ætli ég bloggi ekki um formannskjör KSÍ eins og svo margir aðrir. Ég hélt nú reyndar ekki með neinum en held samt að Halla hefði getað hrist upp í þessu. En Geir Þorsteinsson sem sigraði í kjörinu var framkvæmdastjóri KSÍ. Man þegar hann mótmælti því þegar nokkrir umboðsmenn settu upp leik með ungum leikmönnum á Íslandi í kynningarskyni á leikmönnum. Geir hélt því fram að eingöngu KSÍ mætti skipuleggja knattpyrnuleiki. Man vel að hann mætti Jóni Steinari Gunnlaugssyni þáverandi hæstarréttallögmanni í sjónvarpssal og var Jón hreint ekki á sömu skoðun. En þvílík vitleysa að KSÍ geti átt einhvern einkarétt á því að skipuleggja knattspyrnuleiki en þetta sýnir bara hugsanaganginn hjá þessum mönnum sem stýra Knattspyrnusambandinu.
Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 24.4.2008 Heimskyr komin í blöðin
- 23.4.2008 Hey ertu komin
- 21.4.2008 Snilld komin út
- 17.4.2008 Til hamingju
- 16.4.2008 Heimskyr
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Spurt er
Er Heimskyr besta hljómsveitin
Athugasemdir
Heill og sæll Ragnar!
Öll sérsamböndin eru æðstu aðilar um málefni íþróttagreinar sinnar á Íslandi. Þau eru æðsti fagiðli um sína greina. Slíkt er ennfremur bundið í lög Alþjóðasérsambandanna sem að þau eru aðilar að. Það er því rétt að þau eiga einkarétt á því sem fram fer í viðkomandi grein enda væri til lítils ef enginn hefði óskoraðan rétt yfir greininni. Hver ætti þá að skipuleggja heildarhagsmunina. Vandamálið með umboðsmennina hefur verið það að þeir hafa mjólkað drjúgt. Þessi fullyrðing um hugsanaganginn stenst því engan vegin. Sama má segja um Happdrætti Háskólans alveg með ólíkindum að það hafi einkarétt. Ótrúlegt að stjórnvöld hafi afhent ríkiseigur í hendur útvalinna einstaklinga. Skulum þó vona að allt hafi verið með góðum formerkjum gert.
Lifðu heill!
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 10.2.2007 kl. 20:07
Sæll Guðmundur og takk fyrir athugasemdina. Já þetta er rétt hjá þér að sér sambönd eru æðsti aðili. Skv. Íþróttalögum er ÍSÍ yfir öllum íþróttamálum og KSÍ er aðili að ÍSÍ. Breytir því ekki að mér fynnst skrítið að einu sambandi sé fært einkaleyfi á að sjá um ákveðið málefni tengt menningu. Kannski fulldjúpt í árinni tekið hjá mér að tala um hugsanaganginn þegar Geir var bara að túlka landslögin eins og þau eru.
Ragnar Ólason, 11.2.2007 kl. 05:02
Ég er nú sammála þér um að þessi Halla hefði hrist verulega upp í starfi KSÍ. Sennilega hefði sambandið lent í botnlausum vandamálum með að hafa algjörlega óreynda manneskju sem hefur ekki einu sinni unnið að knattspyrnumálum innan síns félags að öðru leyti en að starfa sem þjálfari þar (skv. hennar eigin yfirlýsingu). Þar að auki getur hún ekki einu sinni nefnt að hún hafi nokkurs staðar starfað í stjórn neins íþróttafélags eða komið að stjórnunarstörfum á nokkurn hátt.
Hún vildi hrista upp í KSÍ í byrjun en fljótlega fór hún að draga í land þegar hún fór að fá óþægilegar spurningar eins og t.d. hvað hún hafði hugsað sér að gera. Þetta var svo augljóslega ekkert annað en kona að bjóða sig fram á þeirri forsendu að hún er kona. Hægt og rólega söfnuðust upp eitt og eitt málefni sem henni urðu "hugleikin" jafnóðum og einhverjum tókst að tína þau fram. Aumkunarverðast varðandi þetta framboð er þó það sem var fullkomlega fyrirsjáanlegt - nú flykkjast feminasistarnir fram og harma þetta takmarkalausa karlaveldi sem hafnaði konunni af því hún var kona, ekki af því hún hafði nákvæmlega ekkert annað fram að færa. Samt eins og sönnum öfgasinnum og bullukollum þykjast feminasistar sjá árangur af þessu framboði í því að KSÍ á allt í einu að hafa tekið einhverja kúvendingu og allt í einu sjái allir ljósið og konur eigi að fá allt upp í hendurnar þó þær vilji ekki vinna að því sjálfar.
Mér þætti verulega fróðlegt hvað þessir þrír fulltrúar sem greiddu henni atkvæði töldu hana hafa fram að bera annað en typpaleysið.
Gulli (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 13:49
Takk fyrir þetta Gulli, góður pistill.
Ragnar Ólason, 11.2.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.