Laugardagur, 10. febrúar 2007
X Factor
Verð nú að tjá mig um X factor sem ég horfði á í gærkveldi eins og sjálfsagt margir. Atriðin eru flott og meira lagt í þau en var í Idolinu, því þarna er hljómsveit, bakraddir og dansarar á sviðinu. Flytjendurnir eru stórgóðir, sem sagt stórgóð skemmtun á meðan flutningi stendur. Svo byrja dómararnir. Þá er gott að hafa teppi yfir sér til að geta dregið það yfir hausinn á sér meðan mesti aumingjahrollurinn fer úr manni. Auk þess er alltof mikið kjaftað, ekki nóg með að dómararnir láti móðann mása heldur er sýnt úr kommentum frá þeim úr síðustu viku líka. Maður verður bara þreyttur á að hlusta á þetta bull. Svo þegar þeir eru að gagnrýna, þá er það oftast bara að þeim fynnist lagið svo leiðinlegt, eða þá að eitthvað vanti sem þau geta ekki skilgreint. Svo er greinilegt að það er búið að segja við þau að þau eigi að rífast yfir dómunum og skotin á milli þeirra verða mjög kjánaleg. Já sem sagt gæti verið stórgóð skemmtun ef dómarakommentin yrðu skorin niður um að minnsta kosti helming.
Nýjustu færslur
- 24.4.2008 Heimskyr komin í blöðin
- 23.4.2008 Hey ertu komin
- 21.4.2008 Snilld komin út
- 17.4.2008 Til hamingju
- 16.4.2008 Heimskyr
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Spurt er
Er Heimskyr besta hljómsveitin
Athugasemdir
Mér finnst þetta hallærislegur þáttur, ég horfi á hann af því að mér finnst gaman að fólkinu sem er að syngja en dómararnir eru leiðinlegir. Ég held að þetta snúist ekki um e-n x-factor.
Þórdís (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.