Föstudagur, 9. febrúar 2007
Ójöfnuðurinn
Nú hafa sumir æmt og skræmt yfir því hve ójöfnuður er mikill á íslandi og hvað hann hafi vaxið mikið. Nú er hægt að hrópa og kalla hitt og þetta. En svo er líka hægt að skoða statistik og sjá hvað hún segir. Hagstofan gaf út um daginn hagtíðindi um tekjudreifingu og því áhugavert að glugga í hana. Skoðum fyrst hvað sagt er um svokallaðan Gini stuðul en um hann hefur verið nokkuð rætt undanfarið og hann notaður til að bera saman ójöfnuð. Þar segir á bls. 12.
Í evrópskum samanburði höfðu þrjár þjóðir lægri Gini-stuðul en Íslendingar árið
2004 en 27 þjóðir hærri stuðul. Lægstur var Gini-stuðullinn hjá Slóvenum en
hæstur hjá Tyrkjum. Þegar horft er til nágrannaþjóða Íslendinga voru Svíar og
Danir með lægri Gini-stuðul en Íslendingar, en Finnar, Norðmenn, Írar og Bretar
með hærri stuðul.
Já, þrjár höfðu lægri stuðul en 27 hærri. Sé eingöngu miðað við Norðurlönd sem eru mjög framarlega í jöfnuði erum við í miðjunni. Er þetta svona svakalega slæmt. Önnur aðferð til að meta ójöfnuð er að skoða svokallaðan fimmtungarstuðul en það er hlutfall milli summu 20% tekjuhæstu og summu 20% tekjulægstu. Á mannamáli snýst þetta bara um að skoða hversu mörgu sinnum hæstu tekjur eru hærri en lægstu tekjur. Um þetta segir í hagtíðindunum.
Upplýsingar um fimmtungastuðul eru tiltækar fyrir 31 Evrópuríki. Í tveimur þeirra,
Slóveníu og Svíþjóð, er stuðullinn lægri en á Íslandi en í hinum 28 ríkjunum er
hann hærri. Lægstur er stuðullinn í Slóveníu en hæstur í Tyrklandi. Þegar horft er
til nágrannalanda Íslands er fimmtungastuðullinn lægri í Svíþjóð en á Íslandi sem
fyrr segir en hærri í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Írlandi og Bretlandi.
Já Slóvenía er með minnstan mun milli hæstu og lægstu tekna og við erum í 3 sæti yfir minnstan mun af 31 evrópuríki. Ef við skoðum Norðurlöndin erum við í öðru sæti á eftir svíum. Skoðum næst hvað er sagt um svokallað lágtekjuhlutfall en það er það hlutfall einstaklinga sem er með ráðstöfunartekjur undir lágtekjumörkum, og er því í raun mælikvarði á hversu margir eru fátækir.
Af 31 Evrópuþjóð árið 2004 var ein þjóð, Svíar, með lægra lágtekjuhlutfall en
Íslendingar, tvær með sama hlutfall, Slóvenar og Tékkar, en 27 þjóðir með hærra
lágtekjuhlutfall.
Aðeins ein þjóð þar sem lágtekjuhlutfallið er lægra en á Íslandi. Það er Svíþjóð.
Það sem kemur út úr þessu öllu eru þá þau ósköp að okkur hefur ekki tekist að ná sama jöfnuði og í Svíþjóð, þó við séum með meiri jöfnuð en flestar aðrar evrópuþjóðir. Skiptir þá litlu hvaða mælikvarði er notaður niðurstaðan er alltaf á svipaðan veg.
Nýjustu færslur
- 24.4.2008 Heimskyr komin í blöðin
- 23.4.2008 Hey ertu komin
- 21.4.2008 Snilld komin út
- 17.4.2008 Til hamingju
- 16.4.2008 Heimskyr
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.