Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Íslensku tónlistarverðlaunin
Ég horfði á íslensku tónlistarverðlaunin í gærkveldi eins og sjálfsagt margir. Lay Low er sigurvegari kvöldsins og gaman að sjá svona unga stúlku vera gera góða hluti í tónlistarlífinu. Hefði t.d. þótt það klént ef t.d. Bubbi hefði verið sigurvegari. Auðviað gæti maður skrifað neikvætt um þessi verðlaun, og fundist þau hallærisleg og talað um að maður fái aumingjahroll þegar sigurvegararnir standa uppi í púlti vandræðalegir að reyna að halda þakkarræðu. En ég ætla frekar að vera jákvæður og segja að svona uppskeru hátið er nauðsynleg fyrir tónlistarmenn. Ég er sjálfur tónlistarmaður, en ekki nógu frægur til að komast á svona hátið. Það verður kannski einhverntíman. Mér fannst verðlaunaflokkarnir soldið margir og ruglingslegir, fannst t.d. að tvisvar væri verið að verðlauna bestu plötuna. Það er kannski eitthvað sem má laga að hafa flokkana eitthvað skýrari og færri. Ólafur Gaukur fékk svo heiðursverðlaunin og er hann vel að þeim kominn. Verð líka í lokin að minnast á þátt Friðriks Ómar, félaga míns frá Dalvík. Hann stóð sig frábærlega með Guðrúnu Gunnars og var þetta mjög skemmtilegt atriðið. Hefði verið gaman að sjá hann vera valin söngvara ársins. En hann er ungur og það verður kannski næst. Allt þetta varð svon til þess að ég missti af Manchester United vinna í gærkveldi. Vissi ekki að þeir væru að spila.
Nýjustu færslur
- 24.4.2008 Heimskyr komin í blöðin
- 23.4.2008 Hey ertu komin
- 21.4.2008 Snilld komin út
- 17.4.2008 Til hamingju
- 16.4.2008 Heimskyr
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Spurt er
Er Heimskyr besta hljómsveitin
Athugasemdir
og þú ekki tilnefndur?
Þórdís (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 16:39
Hey ertu komin er bara ágætis lag þó svo að textinn sé afleitur og söngurinn sömuleiðis. Þvert á móti er textinn í Bakkusi ansi góður en lagið sjálft skilur ekki mikið eftir sig. Hvað söngurinn er slakur heyrist mun betur í því lagi. En Hey ertu komin er ansi gott lag og skemmtilega grípandi hljómborðsleikur . En verðið endilega að verða ykkur úti um betri söngvara.
Addi E (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 19:18
Gott að heyra að hey ertu kominn sé gott lag okkur finnst það líka og lögðum við dálitla vinnu í útsetningu. Hvað sönginn varðar þá er það sama vandamálið og hefur alltaf verið að finna einhvern sem getur sungið.
Ragnar Ólason, 3.2.2007 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.