Sunnudagur, 28. janúar 2007
Ísland mætir Dönum
þá er það ljóst að við Íslendingar mætum Dönum í 8 liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Þýskalandi. Mér líst vel á það og hefði ekki geta hugsað mér skemmtilegri mótherja, auk þess sem ég tel að þetta sé vel viðráðanlegt verkefni. Það var augljóst að menn voru að hvíla sig fyrir komandi átök í leiknum í dag gegn Þjóðverju. Það verður auðvitað að segjast að það er frábær árángur að vera í hópi 8 bestu handknattleiksþjóða heims og getum við vel við unað þó við förum ekki lengra en markmiðið hlýtur nú að vera að stefna á verðlaunasæti.
Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 24.4.2008 Heimskyr komin í blöðin
- 23.4.2008 Hey ertu komin
- 21.4.2008 Snilld komin út
- 17.4.2008 Til hamingju
- 16.4.2008 Heimskyr
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1562
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Spurt er
Er Heimskyr besta hljómsveitin
Athugasemdir
Við verðum að vinna þessa hrokagikki! Danir þykjast nú þegar vera komnir í úrslitin og reikna okkur Íslendinga ekki fyrir erfiða mótherja.
Kveðja
Íslendingur í Danmörku
Gunnhildur Ásta (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 22:02
já ég held að við vinnum baunana - þoli ekki þegar menn eru með hroka og segjast ætla að vinna eða séu komnir áfram án þess að hafa spilað. það verður gaman fyrir okkur að vinna þá !!!
Sverrir Þorleifsson, 28.1.2007 kl. 22:10
Gaman að fá komment frá Danmörku, enda hef ég sjálfur búið þar og fyndist ekki leiðinlegt að vinna þá
Ragnar Ólason, 28.1.2007 kl. 22:10
Já danirnir gætu farið flatt á því að vanmeta Íslendingana. vonum bara að þeir geri það og telji okkar stráka fyrirfram ekki mikla hindrun.
Viðar Friðgeirsson, 28.1.2007 kl. 22:36
Við vinnum
Júlíus Garðar Júlíusson, 29.1.2007 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.