Sunnudagur, 7. janúar 2007
Henke
Frekar rólegur dagur, það sem stóð upp úr er að ég horfði á knattspyrnuleik. Viðureign Manchester United og Aston Villa í Ensku Bikarkeppninni. Það sem var mest spennandi við leikinn var að þetta var fyrsti leikur Henriks Larssons fyrir United en hann hefur verið lánaður frá Helsinborg í nokkrar vikur. Drengurinn stóð undir væntingum þó hann sé að verða 36 ára. Skoraði fyrsta mark leiksins og stóð sig almennt vel. Honum var svo skipt út af í seinni hálfleik fyrir annan skandinava og “gamalmenni” Ole Gunnar Solskær sem skoraði líka á 91. mínútu. Samtals eru þessir leikmenn um sjötugt. Í milli tíðinni hafði Aston Villa jafnað metin með marki frá Milan Baros. Gulldrengurinn Wayne Rooney er ekki í stuði þessa dagana og var oft mislagðir fætur. Ronaldo átti fínan dag. Sem sagt ánægður með að United hafi landað sigri þó tæpt hafi það staðið. Tel að þeir hafi nóg með að einbeita sér að þó þeir þurfi ekki að taka aukaleik í bikarnum. Vakti athygli mína að dómarinn flautaði leikinn ekki af fyrr en eftir 95 mínútur þrátt fyrir að enginn meiðsli hafi verið og sjúkralið kom aldrei inná. Skildi ekki alveg hvaðan þessi tími kom, er þetta bara geðþóttaákvörðun dómaranna.
Breytt 28.1.2007 kl. 20:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- 24.4.2008 Heimskyr komin í blöðin
- 23.4.2008 Hey ertu komin
- 21.4.2008 Snilld komin út
- 17.4.2008 Til hamingju
- 16.4.2008 Heimskyr
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning